fireworks-LOTI

Á nýju ári er tilvalið að líta yfir farinn veg og birtum við því stuttan annál um fyrsta starfsár Hvatans hér að neðan.

Það má segja að stofnun Hvatans hafi í raun átt sér stað í Desember 2014 þegar Anna Veronika Bjarkadóttir og Edda Olgudóttir ákváðu að setja á laggirnar fréttasíðu sem sérhæfði sig í því að flytja fréttir úr vísindaheiminum. Eftir miklar vangavelltur var ákveðið að síðan skyldi heita Hvatinn og snemma á árinu 2015 var hafist handa við að smíða vefinn og skrifa fréttir.

Þann 16. febrúar fór vefsíða Hvatans í loftið og hefur síðan þá flutt fréttir af vísindum daglega. Undirtektirnar voru strax góðar og fjölgaði fylgjendum síðunnar á Facebook hratt. Í dag eru þeir orðnir rúmlega 3.000 talsins og hefur aðsókn á vefsíðuna verið góð frá fyrsta degi.

12185328_1692090041077572_3807465431499786558_o

Á fyrri hluta ársins 2015 fóru ritistjórar Hvatans í fjölda útvarpsviðtala til þess að kynna vefinn auk þess sem fjölmiðlar á borð við Fréttablaðið og mbl.is sögðu frá stofnun hans. Í nóvember fór Hvatinn síðan á sína fyrstu ráðstefnu og var með veggspjald á Líffræðiráðstefnunni í Öskju.

Það er von okkar að lesendur Hvatans hafi bæði gagn og gaman að fréttum á síðunni. Við erum sífellt að leita leiða til að gera Hvatann fjölbreyttari og skemmtilegri og bendum þeim sem hafa áhuga á að hægt er að senda okkur, fréttatilkynningar, pistla eða fréttir á hvatinn(hja)hvatinn.is.

Við þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða hlökkum við til að flytja enn fleiri fréttir úr vísindaheiminum árið 2016!

 

 

Mest lesnu fréttir Hvatans árið 2015:

1. Hvað gerist þegar þú lætur braka í puttunum?
2. Ljósabekkir eru hættulegir
3. 10 vísindamenn á Íslandi á lista yfir áhrifamestu vísindamenn heims
4. Tiger temple loksins lokað
5. Pistill: Mislingar- hvers vegna er mikilvægt að halda bólusetningum áfram?
6. Nú rignir köngulóm í Ástralíu
7. Þetta er hluti af því sem gerist á 5:2 matarræðinu
8. Á að setja ís á meidda vöðva?
9. Enginn miklihvellur?
10. Af hverju eru svona margir nærsýnir?