Corona veiran sem kom upp í Wuhan í Kína í desember síðastlinum hefur valdið miklum ótta meðal almennings. Veiran er ný, þ.e.a.s hingað til hefur hún ekki haft getuna til að smita fólk, einungis dýr.

Það er vel þekkt að veirur geta breyst of farið að smita aðra tegund en venjulega og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Coronaveira hefur tekið uppá því.

Vegna þess að þessi veira er ný er enginn ónæmur fyrir henni, ónæmiskerfið okkar man nefnilega eftir þeim sýkingum sem við höfum fengið. Þess vegna er hætta á að veiran sýki mjög marga ef útbreiðsla hennar er ekki heft.

Veikindin sem verða af völdum veirunnar eru samt sem áður ekkert hættulegri en til dæmis inflúensa. Inflúensan getur vissulega valdið alvarlegum skaða og jafnvel dauða, en það á aðallega við um einstaklinga sem eru veikir fyrir eða með skerta ónæmisstarfsemi. Þess vegna er mikilvægt að við hin sem eru heilbrigð, hegðum okkur skynsamlega (til dæmis þiggjum bólusetningar þegar það á við) til að vernda þá sem þurfa á því að halda.

Í myndbandinu hérna fyrir neðan, taka strákarnir í AsapSCIENCE saman hvað gerist þegar maður smitast af veirunni. Þar sem að veiran breiðist hratt út eru tölurnar í myndbandinu óreltar, en aðrar upplýsingar eru samt enn í gildi.