Flestir skólar á Vesturlöndum eiga það líklega sameiginlegt að á einhverjum tímapunkti í skólagöngunni er öllum nemendum kennt um æxlunarfæri beggja kynja. Ef við bætum ofan á það að karlmenn sem laðast að konum og eru komnir yfir ákveðinn aldur hafa flestir átt í nánum samskiptum við kvenfólk. Það mætti því ætla að þeir væru sæmilega vel að sér í æxlunarfærum kvenna og því sem þeim fylgja.

Ef marka má Twitter er það þó ekki raunin í öllum tilfellum. Í vikunni hófst umræða um misskilning karlmanna hvað varðar kvenfólk á samfélagsmiðlinum og kom ýmislegt skrítið í ljós. Við leyfum tístunum að neðan að tala sínu máli.