vaccination-1215279_1920

  1. Bólusetningar koma ár hvert í veg fyrir á bilinu 2-3 milljón dauðsfalla á heimsvísu og eru þær eitt áhrifaríkasta inngrip sem við höfum. Ef bólusetningar væru útbreiddari en raun ber vitni er áætlað að hægt væri að koma í veg fyrir 1,5 milljón dauðsföll í viðbót árlega. Sjúkdómarnir sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningum eru ótalmargir, meðal annars mislingar, kíghósti, stífkrampi og barnaveiki.
  2. Vegna tilkomu bóluefnis gegn mislingum og sífellt aukinni útbreiðslu bólusetninga gegn sjúkdómnum hefur tekist að fækka dauðsföllum vegna veirunnar um 79% á milli áranna 2000 og 2015.Árið 2000 var áætlað að um 651.600 manns hafi látist vegna mislinga en árið 2015 voru dauðsföllin um 134.200.
  3. Tíðni bólusetning á heimsvísu hefur aldrei verið hærri en nú. Áætlað er að árið 2016 hafi 86% barna undir eins árs aldri, um 116,5 milljón börn, fengið alla þrjá skammta DTP3 bóluefnisins. DTP3 bóluefnið ver börn gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta sem allt eru alvarlegir sjúkdómar sem geta haft langvaranid áhrif á heilsu og jafnvel dregið fólk til dauða.
  4. Ekki eru öll börn jafn heppin en þrátt fyrir aukna útbreiðslu bólusetninga er áætlað að 19,5 milljónir barna undir eins árs aldri hafi ekki fengið DTP3 bólefnið í fyrra. Meirihluti þessara barna eða um 60% búa í 10 löndum: Angóla, Brasilíu, Kongó, Eþíópíu, Indlandi, Indónesíu, Írak, Nígeríu, Pakistan og Suður-Afríku.
  5. Sífelldar framþróanir eru á sviði bólusetninga. Nýlega fékk bóluefni gegn beinbrunasótt (dengue) leyfi í nokkrum löndum og bóluefni gegn malaríu verður prófað í þremur löndum í Afríku árið 2018.