Mynd: Medical News Today

1. Brisið er staðsett undir lifrinni nálæt gallblöðrunni, en gallgangar og brisgangar sameinast á leið sinni í skiefugörnina.

2. Í brisinu fer fram framleiðsla á meltingarensímum í basískum safa sem seytt er útí skeifugörnina til að brjóta niður kolvetni, prótín, fitu og kjarnsýrur, sem tekin er inn með fæðunni.

3. Meltingarensímin sem framleidd eru í brisinu eru geymd í basískum vökva vegna þess að í því umhverfi eru þau óvirk en basinn hlutleysir einnig þann súra vökva sem kemur úr maganum niður í skeifugörn. Þetta þýðir að meltingarensím úr maga óvirkjast um leið og meltingarensímin frá brisinu verða virk.

4. Brisið sér einnig um að viðhalda réttum blóðsykri, það er gert með seytingu hormónanna glúkagon, sem sér til þess að blóðsykurinn lækki ekki of mikið og insúlín, sem gegnir því hlutverki að passa að blóðsykur hækki ekki of mikið.

5. Brisið og gallar í því eru nátengd sykursýki. Í sykursýki vantar annars vegar insúlínmyndandi frumur í líkamann (týpa I) eða frumur sem eiga að skynja insúlín í blóði missa viðtakana og verða ónæmar fyrir hormóninu (týpa II).

Heimildir

Vísindavefurinn