Elon Musk hefur verið áberandi í fréttum síðastliðin ár og þá sérstaklega í síðustu viku þegar hann skaut um bíl af gerðinni Tesla í geiminn. Hér eru nokkrar staðreyndir um þennan merkilega mann.

  1. Elon Musk fæddist í Suður Afríku árið 1971 en er af Kanadískum og Bandarískum uppruna. Virði hans eru 20,9 miljarðar dollara og er hann samkvæmt Forbes 53. ríkasta manneskja heims.
  2. Musk lærði forritun 12 ára gamall, þá búsettur í Suður Afríku. Hann lauk síðar gráðu í eðlisfræði og hagfræði við University of Pennsylvania. Hann hóf einnig doktorsnám við Stanford haskóla árið 1995 en hætti í því eftir mánuð til að gerast frumkvöðull.
  3. Musk stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Zip2 sem var keypt af fyrirtækinu Compaq árið 1999. Þar á eftir stofnaði hann X.com sem seinna varð að PayPal og var keypt af Ebay árið 2002. Sama ár stofnaði Musk geimferðafyrirtækið SpaceX og árið 2003 stofnaði hann Tesla sem framleiðir rafbíla og sólarplötur. Á síðustu árum hefur Musk einnig stofnað fyrirtækin OpenAI, Neuralink og The Boring Company.
  4. Samkvæmt Musk er markmið SpaceX, Tesla og SolarCity (dótturfélag Tesla) að breyta heiminum og mannkyninu. Þetta vill hann meðal annars gera með því að draga úr loftslagsbreytingum og takmarka líkurnar á því að mannkynið deyji út með því að koma á nýlendu mannkynsins á Mars.
  5. Musk hugsaði í lausnum á háskólaárum sínum og fjármagnaði leiguna sína með því að halda partý. Gestir greiddu 5 dollara aðgangseyri og gátu þá skemmt sér í 10 herbergja húsinu sem Musk leigði með einum félaga sínum. Musk sjálfur er ekki mikill drykkjumaður og var alsgáður í veislunum.

Heimildir
Entrepreneur
Wikipedia