tropical-cyclone-catarina

1. Fellibylur er mjög kröpp lægð sem myndast þegar raki frá heitu yfirborði jarðar stígur upp. Þegar rakinn þéttist í loftinu losnar úr læðingi orka, sem drífur áfram stórviðrið sem fellibylur er.

2. Aðstæður fyrir fellibyli er helst að finna í hitabeltinu og yfir hafi, þar er bæði til staðar mikill raki og mikill hiti.

3. Talað er um að til að fellibylur myndist þurfi sjórinn að ná a.m.k. 26°C. Það er því nokkuð ljóst að líkurnar á myndun fellibylja við Íslandsstrendur eru nær engar.

4. Djúp lægð fær skilgreininguna fellibylur u.þ.b. þegar meðalvindhraði hennar er orðinn 32,7m/s. Fellibylur sem er talinn hafa styrkinn fimm, sem er hæsta styrkur fellilbylja, hefur a.m.k. náð vindhraðanum 80 m/s.

5. Nöfn fellibylja eru tilkomin af sérstökum fellibylja listum. Listarnir eru samtals sex og er þeim skipt út milli ára, þ.a. listinn sem er verið að nota í dag, árið 2017, verður aftur notaður árið 2024.

Heimildir

Veðurstofa Íslands
Vísindavefurinn
Vísindavefurinn