Mynd: Nation of Change

1. Fílar eru stærstu landdýr jarðar en þeir geta orðið allt að átta tonn að þyngd (þ.e. þeir sem kenndir eru við heimaálfu sína Afríku).

2. Fílar eru með gríðarlega stór eyru, sem þeir blaka gjarnan þegar þeim er heitt. Eyrun er nokkurs konar kælikerfi fílanna en í þeim eru ógrynni af háræðum sem flytja heitt blóð frá líkamanum útí eyrun þar sem varminn geislar út og kaldara blóð er svo flutt aftur inní líkamann.

3. Fílar finnast bæði í Afríku og Asíu. Hér áður fyrr fundust þeir víðsvegar í báðum álfum en útbreiðsla þeirra hefur dregist töluvert saman síðastliðna áratugi að miklu leyti vegna veiðiþjófnaðar, sem yfirleitt gengur útá að næla sér í fílabein (skögultennur fílanna)

4. Þó fílarnir í Asíu og Afríku séu báðir með langan rana og stór eyru þá er töluverður munur á þeim. Asíufíllinn er t.d. mun minni en sá sem býr í Afríku. Afríkufílar eru allir með skögultennur en í Asíu gildir það bara um suma karlkyns fíla.

5. Vilji maður fullvissa sig um hvort fyrir augum beri fíll frá Afríku eða Asíu er óbrigðult ráð að horfa á tærnar á þeim því sá sem er upprunninn frá Asíu er með fjórar tær á afturfótum meðan sá afríski er aðeins með þrjár. Báður eru þó með fimm tær á framfótunum.

Heimildir
World Wild Life