brain-2062048_1920

  1. Heili mannfólks er hlutfallslega stærsti heili hryggdýrs miðað við líkamsþyngd og vegur meðal heili manneskju um 1,5 kg eða um 2% af líkamsþyngd meðalmanns.
  2. Stærsti heili í dýraríkinu er heili búrhvalsins en hann vegur hátt í 8 kg.
  3. Í heila mannfólks er að finna um 86 milljarða taugafrumna sem mynda hið svokallaða gráa svæði heilans. Hvíta svæði heilans er hins vegar myndað úr taugasímum og griplum (taugaþráðum).
  4. Fjórðung kólesteróls líkamans er að finna í heilanum og getur heilinn ekki starfað ef kólesteról er ekki nægilegt.
  5. Heili okkar er afar orkufrekt líffæri. Um 20% af allri orku og súrefnisinntöku okkar er nýtt af heilanum.