coffee-cup-working-happy

1. Talið er að kaffið hafi verið uppgötvað af geitahriðinum Kaldi í Eþíópíu í kringum árið 800. Geitur hirðisins urðu einstaklega hressar eftir að hafa étið berin sem geyma kaffibaunirnar, svo hressar að þær dönsuðu.

2. Kaffi plantan gefur af sér ber, inní berjunum eru svo fræ sem við köllum kaffibaunir. Kaffibaunin er því ekki raunverulega baun.

3. Kaffi er sennilega fyrsta matvaran sem var forstþurrkuð en við frostþurrkun eru matvæli kæld niður fyrir frostmark og síðan eru þau sett í lofttæmi sem leiðir til þess að allur vökvi fer úr þeim.

4. Hægt er að leika sér með kaffibragðið með því að rista baunirnar við mismuandi aðstæður. Þegar þær eru hitaðar eiga sér stað ýmis efnahvörf inní baununum sem hafa áhrif á bragðið. Í grunninn eru þó einungis til tvær tegundir kaffiplantna, Arabica og Robusta.

5. Koffínlaust kaffi eru kaffibaunir sem hafa verið meðhöndlaðar með gufu og metýlenklóríði. Slík meðhöndlun er ekki mjög skilvirk, því koffínlaust kaffi inniheldur u.þ.b. 20% það koffínmagn sem ómeðhöndlað kaffi gerir.

Heimildir:
National Geographic
LiveScience
Cuddon Freezedry