koala-61189_1920

  1. Kóalabirnir eru ekki birnir heldur eru þeir pokadýr líkt og kengúrur. Þeir fæða afkvæmi sín mjög vanþroskuð og skríða ungarnir í poka móður sinnar þar sem þeir halda áfram að þroskast.
  2. Færri en 80.000 kóalabirni er að finna í heimalandi þeirra, Ástralíu. Talið er að talan gæti verið enn lægri, minnst 43.000 dýr. Ástæðuna má að miklu leyti rekja til búsvæðaeyðingar sem er helsta ógnin sem stafar að tegundinni.
  3. Kóalabirnir eru næturdýr og eru því virkari á næturnar en á daginn. Þeir eru samt almennt fremur óvirkir og geta eytt 18-20 klukkustundum á sólarhring í svefn.
  4. Menn eru ekki þeir einu sem glíma við klamidíu, kóalabirnir gera það lika. Bakteríuna er að finna í flestum heilbrigðum einstaklingum tegundarinnar og veldur dýrunum ekki vandræðum undir eðlilegum kringumstæðum. Kóalabirnir geta aftur á mót veikst af klamydíusýkingu ef þeir upplifa mikla streitu, til dæmis vegna búsvæðaeyðingar, bílaumferðar, hunda eða matarskorts.
  5. Fæða kóalabjarna eru lauf tröllatrjá (e. eucalyptus). Til eru yfir 700 afbrigði af tröllatrjá en kóalabirnir éta aðeins lítinn hluta þeirra og er misjafnt hvaða afbrigði tegundin étur eftir búsvæðum.

Heimild
Save the Koala