1. Kvíða má skipta í sex flokka: almenn kvíðaröskun, felmtursröskun, þráhyggju- og árátturöskun, félagskvíðaröskun, fóbíur og áfallastreituröskun. Einkennin eru misjöfn eftir þvi hvernig kvíða einstaklingur er með en eiga það sameiginlegt að einstaklingar upplifa einstaklingar það að vera upplifa kvíðatilfinningu auk annarra einkenna, til dæmis vandræða með svefn.
  2. Kvíði er algengari meðal fólks í þróuðum löndum og eru flestar gerðir kvíða algengari meðal kvenna. Þetta á þó ekki við um þráhyggju- og árátturöskun og félagskvíðaröskun sem eru jafnalgengar hjá konum og körlum.
  3. Um helmingur þeirra sem þjáist af kvíða glímir einnig við þunglyndi. Þetta getur orðið til þess að erfiðara er að ráða bug á kvíðanum.
  4. Erfðir eiga þátt í kvíða og er líklegra að þeir sem eiga foreldra sem báðir hafa þjáðst af kvíða upplifi einnig kvíða á lífsleiðinni. Talið er að bæði erfðir og umhverfisþættir spili þátt í því hvort kvíði komi fram auk þess sem áföll í lífinu geta haft áhrif.
  5. Þeir sem glíma við kvíða taka betur eftir breytingum í svipbrigðum fólks sem það á í samskiptum við. Þeir eiga þó erfiðara með að túlka breytingarnar í svipbrigðum rétt. Þetta getur leitt til þess að einstaklingar ofhugsi viðbrögð fólks sem getur aukið kvíðann enn frekar og í sumum tilfellum skapað togstreitu í samböndum þeirra við annað fólk.

Heimildir
Elements Behavioral Health
Neuro Centers