Mynd: GettyImages
Mynd: GettyImages

1. Lifrin í meðalmanneskja vegur um það bil 1,4 kg.

2. Lifrin er staðsett rétt undir þindinni, sem þýðir að hún er mjög ofarlega í kviðarholinu og í lang flestum einstaklingum liggur hún hægra megin (alveg eins og í langflestum einstaklingum liggur hjartað vinstra megin, en á þessu eru þó undantekningar)

3. Lifrin gegnir mikilvægu hlutverki við efnaskipti líkamans, en næringarefni frá meltingarvegi berast lifrinni í gegnum blóðrásina. Þar á meðal eru efni eins og áfengi sem lifrin þarf að taka upp og umbreyta svo efnið valdi ekki skaða í líkamanum. Sama á við um önnur eiturefni sem við setjum í líkamann, lifrin vinnur stórkosltlega vinnu við að halda líkamanum okkar hreinum.

4. Lifrin stjórnar einnig niðurbroti næringarefna og geymslu. Lifrin geymir stóran hluta orkunnar sem við notum ekki um leið og fæðan er innbyrgð. Þegar á þarf að halda seytir lifrin til dæmis út glúkósa og sér þannig um að halda blóðsykrinum okkar í jafnvægi.

5. Lifrin er lífsnauðsynlegt líffæri, og flestir fá bara eina slíka til að nota alla ævi. Það er okkar hlutverk að passa uppá þetta dásemdar líffæri með því að passa uppá hvað við borðum og drekkum, ásamt hæfilegri hreyfingu.

Heimildir:
Informed Health Online