Minjaveiðar (e. trophy hunting) komust í fréttirnar í síðustu viku vegna ákvörðunar bandarískra yfirvalda að leyfa á ný innflutning á líkamshlutum fíla. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur nú frestað ákvörðuninni til að kanna málið betur.

Hér að neðan má sjá nokkrar staðreyndir um þessa umdeildu veiðiaðferð.

  1. Minjaveiðar eru umdeild iðja þar sem áhugasamir veiðimenn geta með löglegum hætti fengið leyfi til að skjóta villt dýr með því að borga fyrir það háar upphæðir. Veiðimaðurinn fær að eiga hræ dýrsins sem er gjarnan nýttur sem stofustáss í þeim löndum þar sem innflutning á slíkum líkamsleifum er leyfður.
  2. Minjaveiðar eru meðal annars umdeildar vegna þess að í sumum löndum eru leyfðar veiðar á dýrum sem eru skráð sem dýr í útrýmingarhættu. Dýrin eru í þeim tilfellum ræktuð í þeim tilgangi að þau séu síðar veidd. Slík veiði þarfnast leyfis frá samtökum sem nefnast CITES (Convention on International Trade in Endangered Species) og hafa það að markmiði að tryggja að viðskipti með villt dýr ógni ekki afkomu tegundarinnar.
  3. Nú þegar eru um 100 fílar og 3-4 nashyrningar drepnir á dag af veiðiþjófum og telja þeir sem tala gegn minjaveiðum að það sé ekki réttlætanlegt að bætt sé ofan á þá tölu með minjaveiðum. Að auki telja þeir sem tala gegn veiðunum að þær sendi villandir skilaboð til heimamanna í þeim löndum þar sem minjaveiðar eru stundaðar því vel efnað Vestrænt fólk getur skotið dýrin en ekki heimamennirnir sjálfir sem fæstir hafa efni á iðjunni.
  4. Afar skiptar skoðanir eru á minjaveiðum, ekki síður á meðal náttúruverndarsinna sem margir telja að minjaveiðar getir verið af hinu góða. Þeir sem tala með minjaveiðum benda á að með því að selja veiðileyfin sé hægt að nýta fjármunina til verndunarstarfs sem til lengri tíma leiði af sér stærri vernarsvæði fyrir dýr í útrýmingarhættu. Þannig geti minjaveiðarnar einnig skapað hvata fyrir landeigendur til að vernda tegundir á landsvæðum sínum þar sem að þeir græða á því í leiðinni.
  5. Minjaveiðar rata reglulega í fjölmiðla en þekktasta dæmið er líklega þegar bandaríski tannlæknirinn Walter Palmet skaut ljónið Cecil til dauða og birti af því mynd á samfélagsmiðlum. Cecil var eitt mest rannsakaða ljón í Zimbabwe og hafði verið lokkað af verndarsvæði yfir á landsvæði þar sem löglegt var að skjóta hann.

Heimildir
Discover Wildlife
Wikpedia