extra_large-1475491327-cover-image

  1. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár voru veitt þeim Rainer Weiss, Barry C. Barish og Kip S. Thorne fyrir vinnu þeirra við LIGO skynjara sem gerði þeim kleift að sýna fram á tilvist þyngdarbylgna í fyrsta sinn. Margir vísindamenn komu að þessari merku uppgötvun en Weiss, Barish og Thorne hlutu verðlaunin vegna forystu þeirra við rannsóknirnar.
  2. Í efnafræði voru það Jacques Dubochet, Joachim Frank og Richard Henderson sem þróuðu nýja gerð af rafeindarsmásjá til að greina byggingu lífsameinda í lausnum. Tæknin gerir vísindamönnum kleift að búa til þrívíddarmyndir af sameindum sem fram að þessu hefur verið erfitt að greina. Þessi nýja tækni hefur nú þegar reynst gagnleg í rannsóknum á Zika veirunni auk þess sem hún var nýtt til að varpa ljósi á uppbyggingu próteina sem eiga hlutverk í líkamsklukku okkar.
  3. Það voru þeir Jeffery C. Hall, Michael Rosbach and Michael W. Young sem hlutu síðan verðlaunin í flokki læknavísinda. Þeir uppgötvuðu sameindakerfi í stýringu á dægursveiflum líkamans. Líkamsklukkur dýra eru afar mikilvægar og hafa meðal annars áhrif á því hvert kjarnhitastig líkama okkar er, hormónasveiflur og virkni heilans. Að skilja dægursveiflur er því mikilvægt til að skilja betur hegðun okkar, svefn og efnaskipti og hafa rannsóknir þeirra Hall, Rosbash og Young varpað ljósi á það hvenig lífstíll okkar getur haft áhrif á dægursveiflurnar og hvernig við getum breytt hegðun okkar til að bæta líðan.
  4. Nóbelsverðlaunin eru vaflaust mesti heiður sem vísindamanni getur hlotnast og myndi flestir því ætla að þeir vísindamenn sem hljóta verðlaunin hljóti að vera ansi vel settir fyrir rannsóknir sínar í framtíðina. Í tilfelli Jefferey Hall, sem hlaut verðlaunin í læknavísindum í ár virðist ekki nægja að stunda byltingakenndar rannsóknir. Hall yfirgaf vísindin fyrir 10 árum síðan meðal annars vegna erfiðleika við að fá fjármagn í rannsóknir sínar.
  5. Athygli vekur að engin kona hlaut Nóbelsverðlaunin í ár í vísindageiranum. Í raun hafa konur sjaldnast unnið til Nóbelsverðlauna í neinum flokki og þrátt fyrir að nærri 900 manns hafi hlotið þessi eftisóttu verðlaun hafa aðeins 48 konur hlotið þau frá upphafi.

Heimildir
Digital Trends
IFL Science
National Geographic