Mynd: Prevention
Mynd: Prevention

1.  Flestir fæðast með tvö nýru, sem bæði eru staðsett aftarlega í kviðarholinu, rétt neðan við brjóstkassann.

2. Nýrun eru hvort um sig á stærð við hnefa, þ.e.a.s hjá þeim sem eru með tvö starfhæf og heilbrigð nýru.

3. Nýrun sjá um að sía blóðið og losa líkamann við efni og vökva sem líkaminn þarf ekki á að halda eða gera honum jafnvel mein.

4. Á hverjum degi sía nýrun u.þ.b. 180 lítra af vökva, af þessu magni verður aðeins um 1,5 lítri að þvagi.

5. Nýrun gegna margvíslegu hlutverki en með því að sía blóðvökvann stjórna þau efnasamsetningu blóðsins, blóðþrýstingi auk þess sem þau hafa áhrif á efnaskipti líkamans.

 

Heimildir

Vísindavefurinn – 1

Vísindavefurinn – 2

NIH

National Kidney Foundation