Mynd: Hús og heilsa
Mynd: Hús og heilsa

1. Sveppir eru heilkjörnungar, þ.e. erfðaefni þeirra og aðrir nauðsynja frumupartar eru umluktir kjarnahimnu sem aðskilur kjarnann frá umfryminu. Sá hluti sveppanna sem við þekkjum best, þ.e. kólfurinn sem við borðum, er aðeins lítill hluti lífverunnar. Hann gegnir hlutverki sem æxlunarfæra sveppa en restin af lífverunni myndar gjarnan þræði neðanjarðar og þekur oft stór svæði.

2. Til svepparíkisins teljast bæði einfrumungar, eins og gersveppur, og fjölfrumungar, matarsveppir sem við kaupum í búðinni passa t.d. þar inn. Saman mynda allar þessar lífverur sitt eigið ríki, eins og plöntur mynda eitt ríki sem og dýrin og raunbakteríur.

3. Sveppir flokkuðust áður með plöntum, í plönturíkinu, en þeir eru um margt ólíkir þeim. Til dæmis eru sveppir ekki frumbjarga, þ.e. hafa ekki eiginleikann til að búa til næringu heldur nærast þeir á lífveruleifum. Þrátt fyrir að passa augljóslega ekki með plöntum í hóp var heldur ekki pláss fyrir sveppina í dýraríkinu þar sem þeir t.d. soga í sig næringur eins og plöntur og eru auk þess með frumuvegg.

4. Þekktar eru u.þ.b. 80-100 þúsund sveppategundir. Talið er að enn sé ógrynni sveppa sem ekki hafa fundist eða tekist að skilgreina og getum við átt von að þegar allar tegundir hafa verið taldar til mun svepparíkið telja 1,5 milljón tegunda.

5. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu og rannsóknir í kringum myglusveppi í húsum reynist enn erfitt að skilgreina hvaða sveppategundir það eru sem hafa afgerandi áhrif á heilsu eða í hversu miklu magni sveppir mega vera innanhúss áður en það hefur áhrif.

Heimildir
Náttúrufræðistofnun Íslands
Wikipedia
Hús og heilsa