1. Vöðvar er mjúkir vefir sem finnast um allan líkamann, á nánast öllum lífverum.

2. Vöðvarnir stjórna hreyfingum í líkamanum, hvort sem er ósjálfráðum hreyfingum eins og í meltingakerfinu eða sjálfráðum eins og þegar við göngum.

3. Vöðvum líkamans er skipt í þrjá megin flokka, þverrákóttir vöðvar, sléttir vöðvar og hjartavöðvar. Þverrákóttir vöðvar eru viljastýrðu vöðvarnir sem tengdir eru við beinagrindina. Sléttir vöðvar finnast í meltingarvegi og æðum svo eitthvað sé nefnt og við getum ekki stjórnað þeim með vilja. Hjartavöðvinn fer svo bil beggja, en hann hefur útlit rákóttu vöðvanna en lýtur ekki vilja eiganda síns.

4. Við vöðvasamdrátt eru aðallega tvö prótín að störfum, mýosin og aktín. Aktínið myndar langa keðju sem mýósínð labbar eftir. Með því að „massa sig upp“ er fólk að fjölga þessum prótínum, en ekki endilega fjölga vöðvafrumum.

5. Harðsperrur eru verkir sem við finnum fyrir þegar skemmdir koma í vöðvana eftir mikil átök. Sú hugmynd hefur lengi verið viðloðandi að mjólkusýrumyndun í vöðvum valdi harðsperrum, en mjólkursýrumyndun á sér stað þegar vöðvinn er í mikilli vinnu við loftfirrðar aðstæður. Engar rannsóknir hafa þó sýnt fram á áhrif mjólkursýru á harðsperrur, líklega hefur hugmyndin þó orðið til vegna þess að við mikil átök verða aðstæður oft loftfirrðar í vöðvunum.

Heimildir
InnerBody
Vísindavefurinn, Heiða María Sigurðardóttir
The Cell, Molecular Approach, 2. edition
Vísindavefurinn, Þórarinn Sveinsson