maxresdefault-1

Ár hvert eru um 56 milljónir fóstureyðinga framkvæmdar á heimsvísu. Þrátt fyrir að milljónir kvenna ákveði að stöðva meðgöngu með þessum hætti eru enn skiptar skoðanir á lögmæti fóstureyðinga.

Til að mynda sér skoðun á ákveðnu málefni er góð regla að kynna sér málið frá öllum hliðum og eru fóstureyðingar engin undantekning. Líklega eru margir sem ekki þekkja hvað á sér stað við fóstureyðingu og til þess að vekja athygli á málinu gerði AsapSCIENCE fóstureyðingar að umfjöllunarefni sínu í síðustu viku. Í myndbandinu, sem má sjá hér að neðan, er farið yfir mismunandi fóstureyðingaraðferðir og nokkrar algengar mýtur um þær hraktar.