Rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli þess að vera með sykursýki 2 og þess að fá Parkinson’s á lífsleiðinni. Ný rannsókn rennir frekari stoðum undir þessi tengls. Niðurstöðurnar benda enn fremur til þess að inntaka á lyfi sem notað er til að meðhöndla sykursýki 2 gæti hjálpað til við að koma í veg fyrir Parkinson’s.

Í rannsókninni voru gögn 100.288 sjúklinga sem áttu það sameiginlegt að hafa greinst með sykursýki 2 skoðuð. Líkt og niðurstöður fyrri rannsókna höfðu gefið til kynna reyndust þeir sem greinst höfðu með sykursýki 2 vera líklegri en þeir sem ekki höfðu greinst með sjúkdóminn til þess að greinast með Parkinson’s á lífsleiðinni. Þetta átti þó ekki við um þá sem tóku inn lyf með GLP-1 agonistum, líkt og lyfið
exenatide, og DPP4 hemlum. 

Sjúklingar sem tóku inn slík voru ólíklegri til að greinast með Parkinson’s en þeir sem tóku inn önnur lyf.

Það er langt því frá að allir þeir sem greinast með sykursýki 2 greinist með Parkinson’s en líkurnar eru auknar. Þessar niðurstöður eru því afar jákvæðar að því leiti að við erum nær því að skilja hvernig við getum komið í veg fyrir að þeir sem greinast með sykursýki 2 geti komið í veg fyrir að hafa einnig auknar líkur á Parkinson’s. Frekari rannsókna er enn þörf til að staðfesta niðurstöðurnar.

Nú þegar er verið að kann hvort lyfið exenatide geti nýst sem meðferð gegn Parkinson’s. Fyrstu prófanir á því hafa sýnt jákvæðar niðurstöður og er næsta stig að lyfið fara í prófanir á 200 einstaklingum.

Niðurstöður rannsóknarhópsins birtust í tímaritinu Brain.