Umskurður kvenna hefur verið mikið vandamál í ákveðnum löndum heimsins. Samkvæmt rannsókn sem birtist nýverið í tímaritinu BMJ Global Health hefur umskurður stúlkna farið hratt minnkandi á síðustu þremur áratugum.

Umskurður kvenna felur í sér allar aðgerðir á kynfærum kvenna þar sem ytri kynfæri eru skorin burt að einhverju eða öllu leiti án þess að læknisfræðilegar ástæður liggi að baki. Vandamálið er hvað mest í Afríku, í Miðausturlöndum og í Asíu.

Til að kanna hvort aðgerðir gegn umskurði á síðustu áratugum hafi skilað tilætluðum árangri skoðaði rannsóknarhópur skipaður vísindamönnum við fjórar stofnanir í Bretlandi og í Suður-Afríku, tíðni umskurða hjá stúlkum undir 14 ára aldri í 29 löngum í Afríku auk Írak og Yemen í Vestur-Asíu. Niðurstöðurnar byggðu á gögnum frá árunum 1990 til 2017 sem náðu til 208.195 stúlkna til 14 ára aldurs.

Mikill munur var á breytingum á tíðni umskurðar á milli landanna á tímabilinu. Mest fór tíðnin minnkandi í Austur-Afríku, þar á eftir fylgdu Norður- og Vestur-Afríka. Í Austur-Afríku var tíðni umskurðar 71,4% árið 1995 en aðeins 8% árið 2016. Í Austur-Afríku var tíðnin 58% árið 1990 en 14% árið 2015. Lokst fór tíðnin úr 73,6% árið 1996 í 25,4% árið 2017 í Vestur-Afríku. Málunum var öfugt farið í Vestur-Asíu þar sem tíðnin jókst um 19,2% frá 1997 til 2015.

Þrátt fyrir að fréttirnar séu á heildina litið góðar og benda til þess að aðgerðir gegn umskurði skili árangri er málefnið enn verulegt áhyggjuefni. Í sumum löndum á rannsóknarsvæðinu eru enn til staðar áhættuþættir á borð við lágt menntunarsti, fátækt og kynjamisrétti sem gætu aukið líkurnar á því tíðnin aukist á ný. Höfundarnir benda því á mikilvægi þess að áfram sé barist gegn umskurði.