Um Hvatann

Hvatinn er fréttavefur sem sérhæfir sig í vísindafréttum héðan og þaðan. Hvatinn leggur áherslu á faglegan en jafnframt skemmtilegan fréttaflutning.

Á bakvið Hvatann standa:

Anna Veronika Bjarkadóttir
Anna kláraði B.S. í líffræði árið 2010 frá Háskóla Íslands og lauk M.Sc. í verndun og heilbrigði villtra dýra frá The Royal Veterinary College og Zoological Society of London árið 2011. Hún starfar hjá fyrirtækinu Star-Odda en hefur áður meðal annars starfað sem verkefnastjóri á skráningasviði Actavis.

Edda Olgudóttir
Edda lærði líffræði við Líffræðiskor í raunvísindadeild Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með B.Sc. vorið 2009. Hún hóf þá strax meistaranám í Líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með M.Sc. í febrúar 2012. Frá 2012 til 2017 starfaði Edda hjá Matís ohf við örverurannsóknir, en starfar nú hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech.