coral-1332173_1920

Flestir eru vonandi sammála um það á náttúruperlur Jarðar séu ómetanlegar. Það virðist þó ekki nægja til að stjórnvöld verji nægilegu fjármagni í að vernda helstu náttúruperlur heims. Til að reyna að vinna að auknum skilningi yfirvalda á virði náttúrunnar hefur stundum verið brugðið á það ráð að meta mikilvæg svæði í náttúrunni til fjár.

Það er einmitt það sem er gert í nýrri skýrslu frá Deloitte Access Economics þar sem verðgildi Kóralrifsins mikla í Ástralíu er metið. Kóralrifið er metið á um 42 milljarða Bandaríkjadala af Deloitte. Til samanburðar er umdeild kolanáma sem fyrirhugað er að hefja vinnu við í Queensland fylki Ástralíu, metið á um 16 milljarða Bandaríkjadala.

Kóralrifið mikla er það stærsta sinnar tegundar á heimsvísu og hefur að geyma afar fjölbreytt vistkerfi. Það er ekki aðeins mikilvægt vegna fegurðar sinnar heldur ver það meðal annars strandlengju Norðaustur-Ástralíu, hjálpar til við að binda kolefni og köfnunarefni auk þess að endurvinna næringarefni.

Kóralrifið hefur átt undir högg að sækja á síðastliðnum árum vegna áhrifa manna og hefur svo mikil bleiking orðið á því á síðastliðnum árum að það er ekki talið eiga afturkvæmt nema gripið sé til aðgerða sem allra fyrst.

Vonir standa til að skýrslan muni verða til þess að hætt verði við fjármögnun á iðnaði sem hefur neikvæð umhversiáhrif, líkt og ofangreina kolanámu og fjármunum fremur varið í að vernda þetta mikilvæga vistkerfi.

Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér.