Plast er alvarleg umhverfismengun sem erfitt hefur reynst að koma í veg fyrir. Þetta er að hluta til vegna þess að ekki hafa fundist árangursríkar leiðir til að brjóta það niður. Nú virðst vísindamenn nær því að leysa vandann með ensími sem brýtur niður plast á stuttum tíma.

Ensímið varð til fyrir mistök og á rætur sínar að rekja til plastétandi baktería sem fundust í Japan fyrir um tveimur árum. Þetta merkilega ensím varð til þegar vísindamein voru að kanna byggingu bakteríunnar sem fannst árið 2016. Fyrir mistök útbjuggu þeir ensímið sem reyndist enn betra til plastniðurbrots en bakterían.

Ensímið hefur fengið heitið Ideonella sakaiensis 201-F6 og getur brotið niður plast af gerðinni PET sem er meðal annars notað í plastflöskur og matarumbúðir. Að auki getur ensímið brotið niður PEF plast.

Milljónir tonna af plasti eru losuð í höf Jarðar ár hvert. Þetta verður að teljast ansi magnað þar sem að plast varð aðeins vinsælt á sjöunda áratug síðustu aldar. Talið er að plast í hafinu muni vega meira en allir fiskar hafsins árið 2050. Það er því ljóst að ef ensímið getur verið notað til að brjóta niður plastúrgang gæti það reynst afar dýrmætt tól í baráttunni gegn plastmengun.