Mynd: Scottish National Heritage

Öll vitum við að sorp frá mannfólki getur haft neikvæð áhrif á lífríki sjávar, ekki síst vegna mikillar plastmengunar í hafinu. Dýr á landi eru síður en svo undanþegin líkt og myndir sem teknar voru á Skotlandi nýverið sýna.

Myndinar voru teknar á Isle of Rum. Önnur þeirra sýnir tvo dauða hjartartarfar sem höfðu fest horn sín saman í veiðarfærum sem skolað hafði á land. Á hinni myndinni má sjá hjartartarf með veiðarfæri og bauju fasta í hornum sínum.

Mynd: Scottish National Heritage

Það var starfsfólk Scottish National Heritage (SNH) sem tók myndinarnar og skrifaði um þær í bloggfærslu á vefsíðu samtakanna. Þar segir að slíkt sé allt of algeng sjón en sem betur fer endi hún ekki alltaf í dauða dýranna. Tarfarnir fellar horn sín á vorin og geta þeir þannig losnað við ruslið úr þeim i leiðinni.

Myndirnar voru birtar í þeim tilgangi að vekja athygli á vandanum sem hluti af átaki sem miðar að því að hreinsa höfin í kringum Skotland.

Mengun af völdum mannfólks er sífellt vaxandi vandamál og erum milljónir tonna af plasti losuð í höf heimsins ár hvert. Talið er að plast í hafinu muni vega meira en allir fiskar hafsins árið 2050.