Loftslagsbreytingar eru sífellt í fréttum og flest treystum við sérfræðingum á sviði loftslagsmála best fyrir því að spá fyrir um breytingar á loftslagi í framtíðinni. Slíkar spár eru þó flóknar í framkvæmd og erfitt getur verið að átta sig á því hvernig vísindamenn geta spáð fyrir um þessar breytingar.

Í myndbandinu hér að neðan er farið yfir það hvernig loftslagsrannsóknum er háttað og á hverju vísindamennirnir sem þær framkvæma byggja niðurstöður sínar.