Í vikunni birtist skýrsla sem vakti mikla athygli vegna þeirrar skýru myndar sem hún málar af framtíð plánetunnar okkar. Skýrslan var unnin af Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (UN Intergovernmental Panel on Climate Change) og fer ekki fögrum orðum um framtíðina ef ekki tekst að draga úr hlýnun Jarðar. Hér á eftir nokkur atriði sem mikilvægt er að vita um skýrsluna.

Unnin af stórum hópi sérfræðinga

Skýrslan var unnin af gríðarstórum hópi sérfræðinga á sviði loftslagsmála. Höfundar skýrslunna voru 91 talsins frá 44 löndum. Að auki voru 133 höfundar til viðbótar sem komu að vinnunni. Tilvitnanir í skýrslunni í fyrri rannsóknir á sama sviði eru yfir 6.000 talsins.

Áhrif nú þegar komin fram

Ein lykilskilaboð skýrslunnar eru þau að við erum þegar orðin vör við áhrif hlýnun Jarðar. Þessi áhrif eru meðal annars auknar öfgar í veðurfari, hækkun sjávarmáls og bráðnun íss á pólunum svo fátt eitt sé nefnt.

Langt frá markmiði Parísarsáttmálans

Mat höfunda skýrslunnar er að við séum langt frá því að ná markmiði Parísarsáttmálans í tæka tíð. Markmið sáttmálans er að takmarka hlýnun Jarðar 1,5°C miðað við meðalhitastig á jörðinni fyrir iðnbyltinguna. Höfundarnir telja að sé ekkert að gert muni hlýnuni verðar markvert meiri eða 3°C. Ef takast á að takmarka hlýnunina við 1,5°C er mikilvægt að grípa í taumana ekki seinna en strax.

1,5°C betra en 2°C

Þó hálf gráða til eða frá hljómi ekki eins og mikið og getur hún þvert á móti verið afar mikilvæg þegar kemur að meðalhita á Jörðu. Sé hlýnunin takmörkuð við 1,5°C gæti hækkun sjávarmáls orðið allt að 10 cm minni til ársins 2100 en hún yrði við hlýnun upp á 2°C.

Einnig er talið að Norðurskautið yrði algjörlega laust við hafís á sumrin einu sinni á áratug ef hlýnunin nær 2°C en aðeins einu sinni á öld ef hlýnunin er takmörkuð við 1,5°C. Að auki er líklegt að við töpum meira en 99% kóralarifa heimsins ef hlýnunin verður 2°C á meðan tapið yrði um 70-90% ef hlýnunin takmarkast við 1,5°C.

12 ár til að snúa við blaðinu

Sakmvæmt skýrslunni bendir allt til þess að við gætum farið fram úr 1,5°C hlýnun árið 2030, eftir aðeins 12 ár. Það er því ljóst að tíminn vinnur síður en svo með okkur og vara höfundarnir við því að beðið sé lengur með það að vinna að lausnum á heimsvísu. Þeir benda þó á að ekki sé orðið of seint að grípa í taumana og því virðist ekki öll von vera úti.

Framtak einstklingsins skiptir máli

Ljóst er að stjórnvöld bera mikla ábyrgði gagnvart því sem koma skal og er áríðandi að þau leggi í vinnuna sem til þarf til að takmarka hlýnunina sem allra mest. Framtak einstaklinga spilar þó einnig stórt hlutverk sem mikilvægt er að vanmeta ekki.

Tilmæli höfunda skýrslunnar til einstaklinga eru svo sem ekki ný af nálinni. Þeir mælast til dæmis til þess að fólk borði minna af dýraafurðum, borði matvæli sem framleidd eru nærri heimahögunum eins og unnt er, dragi úr matarsóun, nýti almenningssamgöngur, rafmagnsbíla, hjól og göngu í stað bensín- og dísilbíla og takmarki flugferðir.