Þegar talað er um lofstlagsvánna er koltvíoxíð oftast sú lofttegund sem talað er um. Ástæðan er líklega sú að magn hennar í andrúmslofti hefur aukist mest, frá iðnbyltingu. Þrátt fyrir það er hún ekki eina lofttegundin sem hefur áhrif á loftslagsbreytingar, metan (CH4) er t.a.m. ein af þeim lofttegundum sem hefur hvað mest áhrif.

Losun metans hefur aukist gríðarlega með vaxandi fjölda mannfólks og um leið aukinni ræktun á búfénaði. Hvert gramm af metani hefur mun meiri áhrif á loftslagsbreytingar en hvert gramm af koltvísýringi og því er mikilvægt að stemma stigum við losun metans.

Matís vinnur nú að alþjóðlegu samstarfsverkefni þar sem markmiðið er að draga úr losun metans í búfjárrækt. Í myndbandinu hér fyrir neðan útskýrir Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir hvernig verkefnið er uppbyggt og hvers vegna það er mikilvægt skref í baráttu okkar við hamfarahlýnun.