Þó sólarvarnir séu afar mikilvæg okkur mannfólkinu til að vernda húð okkar gegn skaðlegum geislum sólarinnar rannsóknir sýnt að hún hefur ekki jafn jákvæð áhrif lífríki í vatni. Ný rannsókn á áhrifum sólarvarna á lífverur í ferskvötnum staðfestir að ákveðin virk efni sem algengustu sólarvarnir geyma geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífríki í vötnum.

Ýta undir bleikingu kóralla

Það eru efnin avobenzone, oxybenzone og octocrylene sem rannsóknarhópur við University of Alberta í Kanada skoðaði í rannsókninni.

Efnin hafa öll þaða hlutverk að hindra það að UV geislar sólarinnar skaði húðina. Þegar við smyrjum á okkur sólarvörn og stingum okkur stuttu seinna til sunds er þó óhjákvæmilegt að hluti af sólarvörninni endi í vatninu sem við syndum í.

Það er orðið nokkuð vel þekkt að þessi efni geta ýtt undir bleikingu kóralralla. Vegna þessa hefur jafnvel verið talað um að banna notkun sólarvarna sem innihalda þessi efni við strendur Hawaii.

Fram til þessa hafa nær engar rannsóknir verið gerðar á áhrifum þessara efna á vistkerfi ferskvatna.

Drepa mikilvægan hlekk í fæðukeðjunni

Rannsóknin sem um ræðir einblýndi á áhrif fyrrnefndra efna á vatnaflær af tegundinni Daphnia magna. Í ljós kom að eftir að flærnar voru útsettar fyrir efnunum í 48 klukkustundir höfðu þau veruleg áhrif á ratvísi dýranna. Eftir 14 daga dóu flærnar af völdum efnanna.

Þó líf vatnaflóa kunni ekki að hljóma mjög mikilvægt í margra eyrum eru þær mikilvægur hlekkur í fæðukeðju ferskvatna. Flærnar eru fæða fjölda lítilla fiska. Að sögn höfunda greinarinna gæit fráhvarf þeirra leitt til dauða þess mikla fjölda fiska sem nærast á þeim. Slíkt gæti í kjölfarið haft áhrif á afkomu dýra sem hærra eru í fæðukeðjunni, svo sem stærri fiska og fugla.

Góðu fréttirnar eru það að þrátt fyrir þessi áhrif gátu flærnar náð sér aftur á strik ef efnin voru fjarlægð út umhverfinu í tæka tíða. Enn er lítið vitað um áhrif sólarvarna á vistkerfi ferskvatna og segja höfundar greinarinnar að frekar rannsókna sé þörf til að skilja betur afleiðingarnar og finna lausnir gegn vandanum.